- Advertisement -

Katrín og kjarasamningar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skrifaði rétt í þessu:

Samningar tókust í nótt milli félaga innan BSRB og viðsemjenda þeirra hjá ríki, Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Þessir samningar fela í sér stór framfaraskref en þar ber hæst kerfisbreytingu á vaktavinnufyrirkomulagi og styttingu vinnutíma. Það eru mál sem munu skipta verulegu máli til að auka lífsgæði fólks, ekki síst stórra kvennastétta.

Lífskjarasamningarnir voru mikilvægt leiðarljós og að sjálfsögðu skipta aðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í tengslum við þá máli; eins og skattkerfisbreytingar sem koma hinum tekjulægstu best, lenging fæðingarorlofs, efling almenna íbúðakerfisins og fleira. Það er erfitt verkefni að landa samningum en það tókst. Góðar fréttir nú í morgunsárið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Greinin birtist á Facebooksíðu Katrínar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: