- Advertisement -

Kerfisbreytingar – ekki loftslagsbreytingar

Tíunda tilboð Sósíalistaflokksins til kjósenda fjallar um loftslagsmál. Þar er bent á að engin leið er að ráðast að vandanum sem kapítalisminn hefur skapað innan kapítalismans, með aðferðum kapítalismans og með kapítalistana við stjórn. Fyrsta forsenda árangurs í loftslagsmálum er að hrekja auðvaldið frá völdum eins og fyrsta skrefið í brunavörnum er að fjarlægja brunavargana.

Sósíalistaflokkurinn leggur fram í tilboðinu fjóra lykla að árangri í loftslagsmálum:

  • Auðvaldið fjarlægt frá ákvörðunartöku um loftslagsaðgerðir. Öll loftslagsumbreyting verði gerð á forsendum hagsmuna almennings og umhverfisins, til lengri og skemmri tíma. Lífsgæði almennings verði leiðarljós allra loftslagsaðgerða, ekki hagnaðarkrafa fyrirtækjaeigenda.
  • Auknar kröfur verði settar á fyrirtæki um hraðari endurnýjun og úreldingu eldri ökutækja. Dregið verði úr álögum á eldsneyti þar sem mörg heimili eiga engan annan kost um sinn en að styðjast við ökutæki sem eru knúin mengandi orkugjöfum. Farin verði sanngjarnari en í senn hraðari leið í orkuskiptum.
  • Grænar samgöngur milli landshluta. Tíðar rútusamgöngur og stórbættar almenningssamgöngur milli landshluta. Með hjálp ferðamanna er hægt að byggja upp þétt og áreiðanlegt leiðanet um allt land. Aksturinn verði á vegum opinbera aðila og ekki í útboði, og aðbúnaður og tæki verði fyrsta flokks með lágmarks losun á vegum. Sérstaklega verði hugað að bættum almenningssamgöngum milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins. Að leiðanet verði þétt og byggt upp í samráði við mikilvægustu notendur þess, fólkið í landinu.
  • Grænt hagkerfi: „Ný græn gjöf“: Er hluti atvinnuframboðstryggingar þar sem allir sem geta og vilja, fá störf í skógrækt og uppbyggingu íslensku skógarauðlindarinnar. Bændur sem geta og vilja draga úr sauðfjárrækt, munu ganga að rausnarlegu styrkjakerfi sem aðstoðar landeigendur við að hefja græna verðmætasköpun í nýjum greinum, þ.á.m. skógrækt.

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: