- Advertisement -

Kjalnesingar kvarta undan skothvellum

Ísland er eina landið á Norðurlöndum sem leifir blý á æfingaskotvöllum.

Kjalnesingar finna bæði að skothvellum og mengun vegna skotæfingarsvæðis í Kollafirði. Umkvartanir þeirra voru ræddar á fundi borgarráðs.

„Nauðsynlegt er að fram fari reglulega hávaða- og jarðvegsmælingar á svæðinu. Mikilvægt er að sátt skapist um starfsemina á meðan verið er að finna nýtt skotæfingarsvæði til framtíðar,“ bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins.

Meirihlutaflokkarnir svöruðu að bragð og sögðu málið vera í þeim farvegi sem æskilegt er með umhverfis- og náttúruvernd að leiðarljósi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vigdís Hauksdóttir tók þátt í umræðunni:

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Eyþór Arnalds.

„Á borgarstjórnarfundi þann 4. febrúar sl. vísaði meirihlutinn svohljóðandi tillögu borgarfulltrúa Miðflokksins frá: „Lagt er til að fundin verði lausn á framtíðarlandsvæði fyrir Skotfélag Reykjavíkur og Skotreyn á Álfsnesi í sátt við íbúa Kjalarness og Kollafjarðar.“ Borgarfulltrúi Miðflokksins bókaði af þessu tilefni: „Mikil mengun er á þessu svæði. Í fyrsta lagi hljóðmengun sem er í og yfir heilsuspillandi mörkum þó Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mæli annað. Í annan stað öllu alvarlegri mengun sem er blýmengun við sjávarsíðuna og þá aðallega í Kollafirði. Þar er mikilvæg sjófuglabyggð og varpstöðvar fuglategunda sem eru jafnvel á válista. Það er sláandi staðreynd að Ísland er eina landið af Norðurlöndunum sem bannar ekki blý á æfingaskotvöllum. Á tyllidögum er því hampað að í Reykjavík sé öflug umhverfisstefna og sitja Vinstri grænir bæði í borgarstjórn og ríkisstjórn. Því er það kaldhæðnislegt að undir forystu þess flokks í umhverfis- og heilbrigðisráði sé verið að svæfa málið í nefndum. Því er óhjákvæmilegt annað en að æfingasvæðunum verði fundinn nýr staður þar sem sátt ríkir um þessa starfsemi. Frávísunartillöguna flutti fulltrúi meirihlutans í íbúaráði Kjalarness sem er mjög athyglisvert.“

Meirihlutinn bókaði athugasemd: „Athygli vekur hins vegar að fulltrúi Miðflokksins í umhverfis- og heilbrigðisráði sat hjá við ofangreinda málsmeðferð.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: