- Advertisement -

Klofningurinn skildi eftir sár

Stefán Vagn Stefánsson, verðandi oddviti Framsóknarflokksins í Norðvestri, er í löngu viðtali í Fréttablaðinu í dag. Þar segir:

„Forveri Stefáns í oddvitasætinu var Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem gekk til liðs við Miðflokkinn eftir klofninginn árið 2016. Stefán segir klofninginn hafa tekið sinn toll í Skagafirði eins og annars staðar.

„Þetta var einn ömurlegasti tími sem ég hef upplifað í pólitík og skildi eftir sig djúp sár í flokknum,“ segir hann. Leiðir flokkanna tveggja hafi þó legið í ólíkar áttir. „Ef þú horfir á stefnumál Framsóknarflokksins og Miðflokksins í dag sérðu að þeir eru ekki mjög líkir.“ Hann segir Miðflokkinn í dag eiga meira sammerkt með flokkum á hægri kantinum en á miðjunni.

Hvað persónuleg særindi varðar segir Stefán tímann lækna þau, og á einhverjum tímapunkti verði gróið um heilt. „Fólk er misjafnlega langt komið í því ferli en ég held að flestir horfi fremur fram á veginn en til baka,“ segir hann.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: