- Advertisement -

Klúðraðist sameining Hafró og Veiðimálastofnunar?

Teitur Björn Einarsson.

Teitur Björn Einarsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokks  og núverandi varaþingmaður, er hugsi yfir stöðu Hafrannsóknastofnunar.

„Það er orðið tímabært að fram fari ítarleg stjórnsýsluúttekt á starfsemi Hafró. Af fréttum (og fréttaleysi) að dæma er augljóst að eitthvað er mikið að í stjórnsýslu hafrannsókna. Það er ólíðandi að grundvallaratriði eins og loðnuleit sé í óvissu og eiginlega lamasessi þrátt fyrir auknar fjárveitingar og að uppi sé einhver vafi hver beri nú ábyrgð á þeim hafrannsóknum,“ skrifar Teitur Björn á Facebook.

„En fleira kemur til og annað mál er ekki síður alvarlegra. Það er hvernig Hafró hefur haldið á málum er við kemur rannsóknum og ráðgjöf vegna fiskeldis. Enn hefur Hafró ekki lokið við gerð nýs áhættumats fyrir fiskeldi þar sem tekið er tillit til mótvægisaðgerða, eins og ný lög frá því síðasta sumar kveða á um. Reyndar boðaði Hafró vorið 2018 að nýtt og endurbætt áhættumat myndi líta dagsins ljós þá um sumarið þegar sól væri hæst á lofti. Nú hækkar sól á ný en fiskeldi er enn haldið niðri af hálfu stjórnvalda.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það læðist að mér sá óþægilegi grunur að eitthvað mikið hafi farið úrskeiðis í starfsemi Hafró við sameiningu Veiðimálastofnunar og Hafrannsóknarstofnunar sumarið 2016. Tímabært er að Alþingi skoði málið ofan í kjölinn og leiti liðsinnis Ríkisendurskoðanda. Það eru vandfundin brýnni mál en að stjórnvöld sinni ráðgjöf um nýtingu sjávarauðlindarinnar ávallt eins og best verður á kosið,“ skrifar Teitur Björn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: