- Advertisement -

Konur sem eru kirfilega múraðar inni í rammgerðri fátæktargildru stjórnvalda

Það skyldi þó aldrei vera að einhverjir ráðherranna ætli að koma sér fyrir í glæsiráðuneyti með útsýni yfir hafið?

Inga Sæland er sjálfri sér lík áramótagrein sinni í Mogganum. Ljóst er hvaða erindi hún telur sig eiga í stjórnmálum.

„Það er erfitt að tala um meðferð þingmanna meirihlutans á sárafátæku eldra fólki sem hefur ekkert annað lífsviðurværi en berstrípaðar greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins. Þrívegis fengu þessir þingmenn tækifæri til að kjósa með breytingatillögu Flokks fólksins sem óskaði eftir 126 milljónum króna fyrir 2.080 bláfátæka eldri borgara í sárri neyð. Þrívegis sögðu þau nei og köstuðu þessum hópi, sem lifir langt undir fátæktarmörkum, á milli skips og bryggju um jólin. Þau höfðu meiri áhyggjur af því að Flokkur fólksins birti niðurstöður atkvæðagreiðslunnar á samfélagsmiðlum en af velferð þessa hóps sem byggði upp samfélagið og þarf nú á hjálp Alþingis að halda. Margir í þessum hópi eru fullorðnar konur sem vörðu starfsæviárum sínum í hið vanþakkláta starf heimavinnandi húsmóður. Gamlar konur í dag sem eiga engin réttindi úr lífeyrissjóði en eru kirfilega múraðar inni í rammgerðri fátæktargildru stjórnvalda. Þakklætið sem stjórnvöld sýna þeim fyrir ævistarfið er vanþakklæti sem kallar fram vonleysi og kvíða,“ segir í grein Ingu.

Næsti kafli í greininni nefnist: „Með sérhagsmuni að leiðarljósi“.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það hríslast um mig kjánahrollur þegar ríkisstjórnin ber því við að ekki sé hægt að gera allt fyrir alla.

„Það vefst ekki fyrir ríkisstjórninni að lækka bankaskatt um milljarða króna hjá moldríkum fjármálastofnunum sem nú, í óðaverðbólgu og okurvöxtum, maka krókinn sem aldrei fyrr á kostnað skuldsettra heimila og fyrirtækja. Það vafðist heldur ekki fyrir þeim að lækka veiðigjöldin á stórútgerðina eins og raunverulega var gert á síðasta kjörtímabili. Milljarðar á milljarða ofan eru hiklaust fluttiríyfirfulla vasa þeirra ríkuístað þess að forgangsraða þessum fjármunum fyrir fólkið sem svo sárlega þarfnast hjálpar.

Það hríslast um mig kjánahrollur þegar ríkisstjórnin ber því við að ekki sé hægt að gera allt fyrir alla. Þá hugsa ég til þess hversu hiklaust stjórnarflokkarnir veittu fjármálaráðherra heimild í fjáraukalögunum nú rétt fyrir jólin, upp á 6 þúsund milljónir króna (6 milljarða) til að fjárfesta í glæsihöll Landsbankans við Austurbakka. Það skyldi þó aldrei vera að einhverjir ráðherranna ætli að koma sér fyrir í glæsiráðuneyti með útsýni yfir hafið?

Það er óumdeild skylda stjórnvalda að tryggja öllum þegnum landsins grundvallarmannréttindi. Landið okkar er með auðugri löndum veraldar og meira en nóg væri fyrir okkur öll ef fjármunum væri forgangsráðað með fólkið fyrst í huga. Það er kominn tími til að taka á þessari gegndarlausu spillingu og bruðli með almannafé. Löngu orðið tímabært að draga fram í dagsljósið hvernig sérhagsmunagæsla og einkavinavæðing stjórnvalda ræður hér lögum og lofum á meðan stór hluti almennings berst í bökkum.“

-sme

Fyrir ykkur sem eruð mér ósammála er bent að hér að neðan er hægt að koma að athugasemdum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: