- Advertisement -

Kristborg, hvað ertu þung?

Hvort var of þungt, ég eða hún? Hún, sagði meðaltalið.

Sigurjón M. Egilsson skrifar:

Eitt sinn þurfi ég að draga í efa nákvæmni meðaltala. Ég lagði upp ágætt dæmi, að mér þótti. Ég og Kristborg mín erum bara tvö í heimili, það er eftir að Garpur fór í sumarlandið sitt.

Jæja, þá var ég til muna þyngri en nú. Ég spurði Kristborgu, sem er alltaf í kjörþyngd, hversu þung hún væri. Eftir stutta eftirfylgni fékk ég svarið. Steig því næst sjálfur á vigtina.

Lagði síðan saman þyngdir okkar tveggja og deildi í með tveimur.

Meðaltalið talaði skýrt. Kristborg varð gera eitthvað í sínum málum. Annað en ég. Gat bara ekki verið í betri málum.

Svona geta meðaltöl verið. Þau ber að varast, taka með fyrirvara hið minnsta.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: