- Advertisement -

Kvótakerfi fyrir útgerðina eða þorskinn?

Sigurjón Magnús Egilsson:

Leiðararæfill Moggans byrjar svona: „Staðreynd­ir eiga und­ir högg að sækja á ýms­um sviðum mann­lífs­ins og er margt sem veld­ur.“ Mikið rétt herra Davíð Oddsson. Maður líttu þér nær. Og fyrir hvern er kvótakerfið, Þorstein Má eða þorskinn? Allavega ekki fyrir þorskinn.

„Staðreynd­ir eiga und­ir högg að sækja á ýms­um sviðum mann­lífs­ins og er margt sem veld­ur.“ Mikið rétt herra Davíð Oddsson. Maður líttu þér nær.

„Þetta er umræðan um fisk­veiðistjórn­ar­kerfið ís­lenska, kvóta­kerfið, sem reynst hef­ur af­skap­lega vel,“ segir ósáttur ritstjóri Moggans í leiðara dagsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kvótinn:

„…ef umræðan snerist um þá staðreynd að öll þau markmið sem núverandi kvótakerfi átti að ná hafa algerlega brugðist þ.e. að tryggja byggðafestu og skila 500 þúsund tonna jafnstöðuafla í þorski.“

En stenst fullyrðingin um að kvótakerfi hafa reynst, svo ekki sé nú talað um að það hafi reynst afskaplega vel?

Nafni minn, Sigurjón Þórðarson líffræðingur skrifaði hér á Miðjuna: „Það væri miklu nær ef umræðan snerist um þá staðreynd að öll þau markmið sem núverandi kvótakerfi átti að ná hafa algerlega brugðist þ.e. að tryggja byggðafestu og skila 500 þúsund tonna jafnstöðuafla í þorski. Auðvitað ætti einnig að vera ofarlega á baugi að ræða þá staðreynd að drjúgur hluti af tekjum helstu útflutningsgreinar landsmanna verði eftir í skattaskjólum líkt og hjá þeim ríkjum í öðrum heimshlutum sem kennd eru við banana.“

Nú? Er það þá þannig að lífkerfi hafsins nýtur ekki góðs af kvótakerfinu? Eigum við þá ekki að ræða það? Sigurjón fann mikið samtal í sjónvarpi Moggans og skrifaði:

„Í stað þess að hænan í „fiskihagfræðinni“ Ragnar Árnason sé að ræða við kjúklinginn Daða Má Kristófersson sem klakin er úr dellufræðslu hans í HÍ, um þá staðreynd að núverandi kvótakerfi skilar miklu minni afla á land en fyrir daga þess, þá er verið að þvæla um alger aukaatriði út frá furðulegum forsendum s.s. eins og að skattar séu alltaf skaðlegir!“

Það var og.

Leiðararæfill Moggans byrjar svona: „Staðreynd­ir eiga und­ir högg að sækja á ýms­um sviðum mann­lífs­ins og er margt sem veld­ur.“ Mikið rétt herra Davíð Oddsson. Maður líttu þér nær. Og fyrir hvern er kvótakerfið, Þorstein Má eða þorskinn? Allavega ekki fyrir þorskinn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: