- Advertisement -

Lágstéttin fæld frá Reykjavík

„…að tryggja öllum íbúum öruggt og ódýrt húsnæði.“

Gunnar Smári skrifar:

Afleiðingar þess að fela hinum svokallaða markaði öll völd í húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar voru þær að óseljanlegar dýrar blokkaríbúðir hrannast upp og seljast ekki en ekkert er byggt innan borgarinnar fyrir fólk sem er búið í að vera læst inn íhúsnæðiskreppu síðan í Hruni, alvarlegustu húsnæðiskreppu sem geisað hefur síðan í seinna stríði. Fyrir láglaunafólk, öryrkja, fátækt eftirlaunafólk, ungt fólk, innflytjendur hafa síðustu tíu ár verið tapaður áratugur; öll kaupmáttaraukning hefur runnið til leigusala. Ætla má að um fimmtán þúsund fjölskyldur í Reykjavík hafi borgað um 50 þús. kr. meira í leigu í hverjum mánuði að meðaltali frá Hruni; það gera um 90 milljarðar krónur sem fólkið í veikustu fjárhagsstöðu hefur borgað fyrir áhugaleysi borgaryfirvalda fyrir að mæta sinni fyrstu skyldu; að tryggja öllum íbúum öruggt og ódýrt húsnæði.

Í fréttinni kemur fram að sala nýbygginga hefur aukist í Hveragerði og í Reykjanesbæ. Það er eitt einkenni húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar; að lágstéttin búi ekki í Reykjavík heldur nógu langt í burtu. Borgaryfirvöld hafa það sem helsta markmið sitt að Reykjavík verði skemmtileg borg og auðsjáanlega finnst yfirvöldum borgin skemmtilegri ef láglaunafólk, öryrkjar, eftirlaunafólk, innflytjendur og ungt barnafólk er hrakið úr borginni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: