- Advertisement -

Lánabeiðni Íslands til Rússlands

Gunnar Tómasson.

Þann 7. október 2008, birti Seðlabankinn svohljóðandi frétt: „Sendiherra Rússlands á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, tilkynnti formanni bankastjórnar Seðlabankans í morgun að staðfest hefði verið að Rússland myndi veita Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð 4 milljarðar evra. … Putin forsætisráðherra Rússlands hefur staðfest þessa ákvörðun.“

Umsögn.

1. Þann 6. október 2008 afhenti Seðlabankinn Kaupþingi nánast allan gjaldeyrisvarasjóð Íslands.

Þú gætir haft áhuga á þessum

2. Af tilkynningu sendiherra Rússlands þann 7. október er ljóst að viðræður um lánafyrirgreiðslu Rússa höfðu verið í gangi um einhvern tíma – og Putin síðan „staðfest“ niðurstöðuna.

3. Af líkum má ráða að Seðlabanki Íslands hafi sett fram beiðni um lánafyrirgreiðsluna í samráði við ríkisstjórn Íslands.

4. Hins vegar hafa nánari upplýsingar um þetta efnahagslega og pólitíska stórmál ekki komið fram opinberlega.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: