- Advertisement -

Launahækkanir myndu gera húsnæðisvandann verri

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins, að launahækkanir myndu gera húsnæðisvandann verri en hann er. Hvers vegna hann telur svo vera kom ekki fram í fréttatímanum. Halldór Benjamín sagði húsnæðismálin vera aðalatriðið í komandi kjarasamningum. Í fréttunum var rætt um aðkomu forsætisráðherra að málinu og Halldór Benjamín var spurður um þýðingu þess.

„Ég tel það mjög mikilvægt. Hún hefur gert það af miklum myndarskap. Við höfum nokkrar vikur til stefnu, þar til samningar renna út um mánaðamót. Ég er mjög vongóður með nýrri verkalýðsforystu að okkur takist að taka á þessum vanda sem fyrst og fremst liggur á fasteignamarkaði. Það eru hópar í samfélaginu sem eru undir þessum meðaltölum sem við vísum til í umræðunni. Þá þurfum við að leysa vanda þessa fólks og það gerum við fyrst og fremst með því að byggja meira. Það er verkefnið fram undan.“

Ekki að hækka launin?

„Við leysum ekki framboðsskortinn á húsnæðisskort á fasteignamarkaði með því að hækka laun. Það gerir vandann verri.“

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: