- Advertisement -

Leiknir hefur orðið út undan

Kolbrún Balursdóttir:
Ef reisa á fimleikahús á hiklaust að reisa það í hverfi 111 í Breiðholti

„Yfirvöld í borginni verða að styðja betur við Leikni og það frábæra starf sem unnið er í hverfinu. Í þessu hverfi býr hæsta hlutfall fátæks fólks og hæsta hlutfall erlendra borgara,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.

Lagðar voru fram í borgarráði niðurstöður stýrihóps um forgangsröðun mannvirkja vegna stefnu í íþróttamálum til 2030. Á listanum eru framtíðarmannvirki röðuð eftir félags- og fjármálaskorum. „Fulltrúi Flokks fólksins ætlar nú ekkert að fjölyrða um áreiðanleika þessarar aðferðarfræði sem þar er notuð. En ef reisa á fimleikahús á hiklaust að reisa það í hverfi 111 í Breiðholti, hús sem rúmar flestar íþróttagreinar og mikilvægt er að það verði í nafni Leiknis. Þar með er Leiknir orðið hverfisfélag fyrir hverfi 111 og sannarlega kominn tími til að svo verði,“ segir Kolbrún.

„Nú er verið að ljúka við knatthús í Suður-Mjódd sem nýtist hverfi 111 lítið sem ekkert. Spurning er einnig með að ljúka tengibyggingu fyrir keiludeild ÍR sem er öflug deild. Borgin greiðir 32 milljónir á ári í brautarleigu í Egilshöll í staðinn fyrir að klára bygginguna með salnum fyrir rúmar 100 milljónir, eða jafnvel 120, sem mun borga sig upp á nokkrum árum. Þá er einnig möguleiki á að styrkja starfið og auglýsa það betur innan hverfis, Breiðholtsins.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: