- Advertisement -

Leitað leiða til að blóðmjólka almenning

Gunnar Smári skrifar:

Þetta er stórkostlegt slys. Besta byggingarlandið í Reykjavík er í ríkiseigu. Í stað þess að nýta það til að byggja ódýrt húsnæði og losa íbúðareigendur og leigjendur við að greiða fúlgur fjár til lóðabraskara þá er þetta land lagt inn í braskfélagið Betri samgöngur með það markmið að okra sem mest á lóðunum til að borga Borgarlínu. Íbúar Keldnalands munu því borga fyrir uppbyggingu almannasamgagna í hvert sinn sem þeir borga af íbúðum sínum eða borga húsaleiguna, líklega næstu 40-50 árin. Þetta er gert vegna þess að búið er að brjóta niður skattkerfið, hætt að innheimta eðlilega skatta af fjármagns- og fyrirtækjaeigendum. Í stað þess að innheimta skatta af hinum best settu til að fjármagna opinbera þjónustu og grunnkerfi samfélagsins er leitað leiða til að blóðmjólka almenning, gera líf hans þyngra og erfiðara. Velkomin í alræði auðvaldsins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: