- Advertisement -

Leyniskjöl og leynifundir

Umhugsunarvert hversu margt fer framhjá þingmönnum Miðflokksins.

Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar:

Miðflokkurinn heldur því fram að fyrirvararnir í O3 séu óljósir og óáreiðanlegir, og jafnvel ósýnilegir. Umhugsunarvert hversu margt fer fram hjá þingmönnum Miðflokksins, en það skírist líklega af því að þeim er vísvitandi haldið frá fundum nefnda. Það eru nefnilega leynifundir. En nóg um það.

Eiginlega dálítið furðulegt að byggja málþófið á þessum atriðum um fyrirvarana, þar sem þeim hefur ítrekað verið svarað. Ég skil auðvitað vel að fólk utan þings átti sig ekki alveg á þessu bulli, en vonandi varpar eftirfarandi ljósi á þær vangaveltur. Svo bendi ég jafnframt á upplýsingar sem ég hef sett fram hér, nefndarálit meirihlutans og ræðu mína um málið.

„Það er eins mikill lagalegur fyrirvari og hægt er að setja. Stefán Már og Skúli Magnússon hafa sagt að hann hafi verulega þýðingu, Bjarni Már Magnússon hefur gengið lengra og sagt að hann hafi lagalegt gildi. Hér verður að gera greinarmun á landsrétti og þjóðarrétti – bindur nefnilega að þjóðarrétti.

Frumvörp Þórdísar Kolbrúnar (td. að þingið samþykki sæstreng) er lagalegur fyrirvari sem liggur hjá atvinnuveganefnd og síða í þingsályktunartillögunni sem er heimild til ríkisstjórnarinnar að aflétta stjskp.fyrirvara. 
Þar er kveðið á við ríkisstjórnina að það megi innleiða reglugerðina en með lagalegum fyrirvara. (Þingsál. samþykkir ekki reglugerðina eða orkupakkann – það gerir ríkisstjórnin þegar Alþingi hefur veitt heimildina)
Fyrirvarinn er einmitt orðaður í tillögunni til að taka af öll tvímæli um efni hans.
Innleiðingarreglugerð kemur þegar við afléttum stjórnskipulegum fyrirvara og þar verður fyrirvarinn orðréttur úr þingsályktunartillögunni.

Eins og segir í greinargerðinni þá verður reglugerðin innleidd með þessum fyrirvara sem þarna er tilgreindur. Hann verður sum sé tekin upp í reglugerðina eins og hann er tilgreindur í tillögunni. Þar að auki er meginforsendan sem fyrirvarinn byggir á lögfest í frumvarpi iðnaðarráðherra, þ.e.a.s að sæstrengur verður ekki lagður nema með samþykki Alþingis.”


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: