- Advertisement -

Lífeyrissjóðirnir eru ekki grunnstoð

Lífeyrissparnaður er hins vegar persónubundinn, misjafn og háður eignarrétti.


Ragnar Önundarson skrifar:

Breytingarnar á almannatryggingum 2011 voru neyðarráðstöfun í kjölfar hrunsins og áttu að ganga til baka þegar ástandið batnaði.

Að halda því fram að mismunandi lífeyrissparnaður hvers og eins geti verið „grunnstoð almannatrygginga“ er órökrétt. Skattar greiða grunnstoð almannatrygginga, allir skulu fá jafnt þrátt fyrir mismunandi skattgreiðslur, lífeyrissparnaður er hins vegar persónubundinn, misjafn og háður eignarrétti.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Að halda því fram að lífeyrissparnaður geti verið „grunnstoð“ gengur gegn eignarrétti manna. Mismunandi skerðingar á greiðslum almannatrygginga, eftir sparnaði fólks, er brot á jafnræðisreglunni.

Með tekjutengingum seilast skattar inn í sparnað háðan eignarrétti, sem ekki getur gengið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: