- Advertisement -

Lífeyrissjóðirnir og Init. Opið eða lokað?

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Í kvöldfréttum RÚV sagði Ólafur Sigursðsson stjórnarmaður í Reikningsstofu Lífeyrissjóðanna og framkvæmdarstjóri Birtu lífeyrissjóðs þetta:

„Við munum veita Fjármálaeftirlitinu og öllum þeim sem óska eftir gögnum allt það sem við höfum. Teljum okkur ekki hafa neitt að fela og munum hvetja Init til að gera hið sama.“

Ég get ekki annað en lýst yfir undir minni á þessum orðum Ólafs. Staðreyndin er sú að 31. mars síðastliðinn óskaði Viðar Þorsteinsson framkvæmdarstjóri Eflingar eftir því að fá afhent afrit af samningi Reiknistofu lífeyrissjóða við Init ehf. Þann 8. apríl ítrekaði Viðar ósk sína og fékk þá það svar að þar sem Efling ætti ekki í viðskiptasambandi við Reikningsstofuna væri ekki hægt að senda félaginu samninginn, og að til að gera það þyrfti RL að fá formlega staðfestingu frá Init um að þeim væri heimilt að senda verðskrána.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fram kom að málið hafði verið rætt í stjórn RL og að þetta var afstaða stjórnar RL.

Semsagt: Þegar óskað var eftir gögnum vildi stjórn RL, þar sem Ólafur er stjórnarmaður, ekki að þau yrðu afhent.

Sem er nákvæmlega þveröfugt við það að veita „öllum þeim sem óska eftir gögnum allt það sem við höfum.“ Er það ekki?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: