- Advertisement -

Logi: Ýkjur ríkisstjórnarinnar

„Fyrir nokkrum dögum kynnti ríkisstjórnin nokkuð sem hún kallaði stærstu efnahagsaðgerðir Íslandssögunnar. Fyrir utan að vera ýkjur blikna þær í samanburði við björgunarpakka nágrannaríkjanna þrátt fyrir að vandinn hér sé miklu meiri vegna gríðarlegs umfangs ferðaþjónustunnar,“ sagði Logi Einarsson á Alþingi í morgun.

„Ég ætla hins vegar ekki að fara í krytur um það hver sagði hvað fyrst. Ég hef litið á það sem samvinnuverkefni í nefndum þingsins að vinna úr þeim tillögum sem stjórnvöld eru að vinna gríðarlega hratt og leggja inn til þingsins,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

„Hvernig við setjum fram okkar aðgerðir er ekki ósvipað því sem nágrannalönd okkar á Norðurlöndum er að gera en þó er framsetningin ólík, t.d. tiltaka Danir sérstaklega áhrif sveiflujafnara á hagkerfið upp á 2,5% af landsframleiðslu sem við gerum ekki þó að sjálfvirkir sveiflujafnarar á Íslandi séu mjög miklir, þ.e. annars vegar vegna tekjufalls og hins vegar vegna aukinna útgjalda,“ sagði hún.

Logi hafði meira að segja: „Samfylkingin mun auðvitað styðja allar aðgerðir sem miða að því að minnka atvinnuleysi og auka rekstrarhæfi fyrirtækja á meðan við göngum í gegnum þennan skafl. En við þurfum að hugsa um fleira en fyrirtæki, við þurfum að fara í miklu róttækari aðgerðir gagnvart heimilum í landinu, fólkinu sjálfu. Barnabótaaukinn var ágætisleið en þó er einungis 1% af heildarupphæð björgunarpakkans varið í hana og þar fyrir utan er engar sérstakar aðgerðir að finna til einstaklinga og fjölskyldna, engar aðgerðir sem snúa t.d. að húsnæðisöryggi eða heimilisrekstri.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Atvinnulausir einstaklingar eru í sérstaklega erfiðri stöðu núna og því kemur á óvart að ekkert hafi heyrst um að til standi að hækka atvinnuleysisbætur. Ég spyr því ráðherra: Hvenær eigum við von á frekari aðgerðum í þágu fyrirtækja og fólks líka og mun ríkisstjórnin leggja til hækkun á barnabótum? Mun hún auka framlag til vaxta- og húsnæðisbóta til að auka húsnæðisöryggi fólks? Og að síðustu: Mun hæstv. ráðherra beita sér fyrir hækkun grunnatvinnuleysisbóta?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: