- Advertisement -

Markmiðið er ekki að vinna Donald Trump

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Þegar flokkseigendafélag Demókrataflokksins ákvað að það væri skárra að bjóða fram dauðann fisk sem vill engar breytingar en þann frambjóðenda sem er með stefnu sem 70% þjóðarinnar styður, afhjúpaðist hvurslags ormagryfjur svona stofnanavæddir flokkar eru. Og ósvífnir, siðlausir og gersneyddir vilja til að vinna fyrir almenning. Með samstilltu átaki var borið fé á suma, öðrum lofað góðum stöðum og einhverjum hótað. Niðurstaðan var góð staða Joe Biden, karlkynsútgáfu af Hilary Clinton; heimsvaldasinna og stríðsæsingamanns, sem fjármagnaður er af allra ríkasta fólki Bandaríkjanna. Og markmiðið er ekki að vinna Donald Trump í kosningum í haust. Markmiðið er að forða flokknum frá endurnýjun, sem framboð Bernie Sanders myndu leiða af sér. Hér á við slagorð andstæðinga alþýðunnar á síðustu öld, frekar dauður en rauður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: