- Advertisement -

MBL/SAJ 1. hluti: „Skíts er von úr rassi“

Sjálf­stæðismaður­inn Þor­vald­ur Garðar Kristjáns­son var formaður fé­lags­mála­nefnd­ar efri deild­ar.

Björn Bjarnason.

Björn Bjarnason, Davíð Oddsson og Kolbrún Bergþórsdóttir nota plássin sín í Mogganum til að kasta í Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Eflingu. Björn er elstur þeirra og sækir efniviðinn nærri fimmtíu ár til baka. Sem kemur ekki á óvart.

Skoðum aðeins skrif Björns. Í næsta hluta kemur Kolbrún og við endum á Davíð Oddssyni

„Að arf­tak­ar Eðvarðs Sig­urðsson­ar í verka­lýðshreyf­ing­unni sýni miðlun­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara þá forakt sem þeir gera nú stang­ast á við and­ann sem ríkti á alþingi fyr­ir 45 árum þegar embætti rík­is­sátta­semj­ara var stofnað í góðri sátt á fá­ein­um dög­um skömmu fyr­ir þingslit og þing­kosn­ing­ar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á þess­um árum skipt­ist alþingi í tvær deild­ir og fór málið því fyr­ir fé­lags­mála­nefnd bæði í efri og neðri deild. Sjálf­stæðismaður­inn Þor­vald­ur Garðar Kristjáns­son var formaður fé­lags­mála­nefnd­ar efri deild­ar. Þegar hann kynnti álit nefnd­ar­inn­ar 27. apríl 1978 sagði hann að hún legði til þá breyt­ingu á frum­varp­inu að skylda til að „af­henda sátta­semj­ara kjör­skrá“ vegna kosn­inga í „verka­lýðsfé­lög­un­um varðandi vinnu­deil­ur“ yrði felld á brott.

Þetta væri gert að ósk Alþýðusam­bands Íslands og með vís­an til þess vilja fé­lags­málaráðherra að málið „næði ekki fram að ganga nema væri full samstaða um það og ekki ágrein­ing­ur við aðila vinnu­markaðar­ins“.

Vinnu­veit­enda­sam­band Íslands teldi þetta að vísu „ekki vera til bóta, nema síður sé“, en gerði ekki ágrein­ing um að málið næði fram að ganga í þeirri mynd sem nefnd­in vildi.“

Hér á gamli málsháttruinn; skíts er von úr rassi, einkar vel við.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: