- Advertisement -

Með átján mál í nefndum

Stjórnarandstaðan getur étið það sem úti frýs.

Alþingi / „Flokkur fólksins hefur ekki skorast undan því að standa með öllum þeim aðgerðum, öllum þeim málum sem við teljum góð og gild mál fyrir fólkið í landinu,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í eldhúsdagsumræðunum.

„En hvernig starfar svo þingið? Hvernig getum við unnið að málefnum okkar á hinu háa Alþingi? Jú, við erum með starfsmenn, við erum þingmenn, við komum með frumvörp, við viljum sýna að við séum hér að vinna fyrir kjósendur okkar, fólkið sem valdi okkur til verksins. En komum við málum okkar hér í gegn? Nei, það gerum við bara alls ekki. Stjórnarandstaðan getur étið það sem úti frýs. Það er staðreyndin.“

„Flokkur fólksins á átján mál liggjandi inni í nefndum núna rétt fyrir sumarfrí, átján mál, allt mál sem eru til hagsbóta fyrir fátækasta fólkið í landinu, allt mál fyrir fátækasta fólkið í landinu,“ sagði Inga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Og svo furða stjórnmálamenn sig á því að hið háa Alþingi njóti ekki trausts. Það er til fleira í landinu en fyrirtæki. Þó að við verðum að bjarga fyrirtækjunum til að halda atvinnustiginu gangandi, þó að við verðum að gera allt er náttúrlega alveg stórmerkilegt að ríkisstjórnin skuli hreinlega borga fyrir laun á uppsagnarfresti, að ríkisstjórnin skuli hreinlega hvetja fyrirtæki til að segja starfsfólki sínu upp, hvetja hreinlega til aukins atvinnuleysis.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: