- Advertisement -

Meirihluti fólks er sammála sósíalistum

Verkefni sósíalista er að sannfæra fólk um að það eigi allt gott skilið.

Gunnar Smári skrifar:

Verkefni sósíalista er ekki svo mikið að sannfæra fólk um réttmæti krafna sósíalista um jöfnuð, réttlæti, frelsi og mannhelgi. Mikill meirihluti fólks er sammála sósíalistum í öllum megindráttum. Annars væri sósíalismi náttúrlega ekki sósíalismi, sem í grunninn er lítið annað en kröfur hinna kúguðu um betra samfélag. Verkefni sósíalista er miklu fremur að skrúfa niður áróður auðvaldsins og sendisveina þess, um að almenningur eigi ekki skilið samfélag sem byggt er upp af jöfnuði, réttlæti, frelsi og mannhelgi. Vandi okkar er þannig andlegur fremur en vitsmunalegur. Til að halda völdum hafa kapítalistar sannfært stóran hluta almennings um að samfélag manna verði alltaf slæmt og löngun fólks til að gera það betra geti gert það enn verra. Því eigi fólk að sætta sig við ójöfnuð, óréttlæti, ófrelsi og kúgun. Verkefni sósíalista er að sannfæra fólk um að það eigi allt gott skilið, líka gott samfélag. Um leið og fólk vaknar af martröð kapítalismans og öðlast von um betra líf, þá rís sósíalisminn upp svo til af sjálfum sér, vegna þess að sósíalismi er samheiti yfir drauma alþýðunnar um fagurt mannlíf og gott samfélag, trúin á að okkur sé ætlað eitthvað annað en vera þrælar hinna fáu ríku og valdamiklu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: