- Advertisement -

Norðurland skorið í tvennt

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, fyrir hið gamla Austurlandskjrödæmi, skrifar grein í Moggann í dag. Þar segir til að mynda:

Með breyttri skip­an á kosn­ing­um til Alþing­is sem samþykkt var 1999 og kosið var eft­ir í fyrsta sinn vorið 2003 varð grund­vall­ar­breyt­ing á þeirri kjör­dæma­skip­an sem gilt hafði frá ár­inu 1959 og byggðist í meg­in­at­riðum á sögu­legri skipt­ingu í lands­fjórðunga. Til grund­vall­ar stærð og fjölda kjör­dæma kynnti meiri­hluti Alþing­is það sjón­ar­mið að svipuð tala þing­manna, 10-11 tals­ins, yrði í hverju þeirra og þáver­andi þing­flokk­ar myndu eiga þar kjörna full­trúa í. Með breytt­um kjör­dæm­a­mörk­um var þarna riðlað skip­an sem lengi hafði gilt, einnig um sam­starf sveit­ar­fé­laga. Ljóst dæmi um þetta er Norðaust­ur­kjör­dæmi með út­mörk­um frá Djúpa­vogi til Siglu­fjarðar. Með þessu var Aust­f­irðinga­fjórðung­ur sem sögu­leg ein­ing horf­inn.

Und­ir­ritaður var í hópi ör­fárra þing­manna sem mæltu gegn þess­ari skip­an mála. Ég gerði svo­fellda grein fyr­ir at­kvæði mínu (25. mars 1999):

„Virðuleg­ur for­seti. Með þeirri stjórn­ar­skrár­breyt­ingu sem hér er verið að lög­leiða og breyttri kjör­dæma­skip­an í kjöl­farið er verið að stíga af­leitt og af­drifa­ríkt skref. Búin verða til þrjú risa­stór lands­byggðar­kjör­dæmi þvert á hefðbund­in sam­vinnu­form fólks og byggðarlaga. Norður­land verður skorið í tvennt, Aust­ur­land svipt stöðu sem það hef­ur haft frá þjóðveldis­öld og höfuðborg­in bútuð sund­ur í tvö kjör­dæmi. Þessi breyt­ing verður til að sundra en ekki sam­eina og mun veikja fé­lags­lega stöðu lands­byggðar­inn­ar. Nær hefði verið að koma á fjórðunga­skip­an með lýðræðis­legu heima­valdi og gera síðan landið að einu kjör­dæmi til Alþing­is.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: