- Advertisement -

Ný gróðaleið í skjóli haftanna?

„Er ekki einboðið að banna fólki að kaupa erlendar vörur með greiðslukorti? Það eru dæmi um að fólk kaupi dýrar erlendar vörur þannig og endurselji í stórum stíl.“ Þetta atriði er meðal þess sem kemur fram í nýrri grein Árna Páls Árnasonar, alþingismanns og formanns Samfylkingarinnar, og birt er í Fréttablaðinu í dag.

Árni Páll skrifar um ákvörðun Seðlabankans að breyta reglum um gjaldeyrismál tl að banna samninga sem erlend tryggingafélög hafa boðið hér á landi.

Árni Páll kemur þó víðar við og spyr; af hverju ekki herða þá meira?

„Þessi staða sem nú er upp komin vekur margar spurningar og áhyggjur. Með sömu rökum og nú er beitt er hægt að réttlæta að hverfa frá öllum þeim heimildum sem nú gera höftin bærileg fyrir almenning í landinu. Er ekki einboðið að banna fólki að kaupa erlendar vörur með greiðslukorti? Það eru dæmi um að fólk kaupi dýrar erlendar vörur þannig og endurselji í stórum stíl. Er ekki borðleggjandi að banna það, af því einhverjir aðrir búa ekki við sömu undanþágur? Og hvar endar þá upphersla haftanna í boði ríkisstjórnarinnar? Við megum aldrei verða svo vön höftunum að við förum að líta á þau sem sjálfsagt stjórnkerfi efnahagsmála og telja það mestu skipta að þau tryggi jafnstöðu ólíkra atvinnugreina og aðila. Ef það verður markmiðið er auðvelt að finna ávallt nýjar ástæður til að herða höftin.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: