- Advertisement -

Nýtt hverfi / ekkert bílastæði

Ráðhúsið / „Lýsing á hverfunum gefur einnig til kynna að þetta hverfi er ætlað afmörkuðum hópi, þeim sem eiga ekki heimilisbíl þar sem engin bílastæði eru við hús heldur er aðeins einn stór sameiginlegur bílakjallara,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, um fyrirhugaða byggð í Skerjafirði.

Kolbrún hefur áhyggjur af mengun í jörð og hávaðamengun af flugvelli fyrir komandi íbúa í Skerjafirði. „Mengun er í jörðu og hávaðamengun af flugvélum. Hvoru tveggja er raunveruleiki þótt reynt verði að milda áhrifin. Flytja þarf uppgrafinn mengandi jarðveg í burtu en engin getur svarað hvernig á að gera það. Ekki er vitað hvort flugvöllurinn verði í 15 eða 50 ár enda engin niðurstaða komin í Hvassahraunið sem verðandi flugvallarsvæði.“

„Talað er um blandaða byggð, „coliving“ sem er einhvers konar sambýli margra,“ segir Kolbrún. „Ekki hefur þó verið minnst á íbúðir fyrir fatlaða, smáhýsi fyrir heimilislausa, hjúkrunarrými eða heilsugæslu.“

„Umferð um Hringbraut er löngu sprungin og ekki má aka Fossvogsbrúna. Flokkur fólksins er einnig alfarið andvígur því að landfyllingar séu gerðar í þeim tilgangi að búa til land fyrir nýbyggingar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: