- Advertisement -

Of langir biðlistar hjá sýslumanni

„Ég tek undir og ítreka að mér hefur þótt biðtíminn á fjölskyldusviði sýslumanns óboðlegur,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á Alþingi. Verið var að ræða barnalög.

„Ég hef lagt mikið kapp á það bæði að setja sérstaka fjármuni í að stytta biðlista, óska eftir nýju skipulagi til að reyna að efla þá skrifstofu sýslumannsins og taka verkefni frá sýslumönnum á höfuðborgarsvæðinu og færa þau og er að undirbúa fleira slíkt til að létta á álaginu á sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu til þess að þjónustan geti verið betri og þá sérstaklega á fjölskyldusviði.“

„Mig langaði bara að nefna þetta af því að þetta er stórt atriði varðandi þjónustu við börn, að það taki of langan tíma,“ sagði hún

„Hagsmunir barns eru lykilatriði. Við þurfum að átta okkur á því hvernig við eigum að kynna þetta betur fyrir börnum, svo að þau viti af þessum rétti sínum. Ég held að þetta séu mikilvæg skref til að byrja á og svo getum við séð hvort ganga eigi lengra en síðan er það nefndin sem tekur þetta til skoðunar, býst ég við,“ sagði ráðherra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: