- Advertisement -

Óli Björn kominn með nóg af Svandísi

„Það þarf ekki mikla inn­sýn eða skiln­ing á stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins til að átta sig á því að flokk­ur­inn get­ur ekki tekið þátt í rík­is­stjórn sem held­ur áfram að rík­i­s­væða heil­brigðis­kerfið, kem­ur í veg fyr­ir samþætt­ingu og sam­vinnu sjálf­stætt starf­andi þjón­ustuaðila og hins op­in­bera – tek­ur hags­muni kerf­is­ins fram yfir hags­muni sjúkra­tryggðra (okk­ar allra) og und­ir­býr þannig jarðveg fyr­ir tvö­falt heil­brigðis­kerfi, sem er eit­ur í bein­um hvers sjálf­stæðismanns,“ skrifar Óli Björn Kárason í Mogga dagsins.

„Með sama hætti geta þing­menn flokks­ins ekki rétt­lætt stuðning við rík­is­stjórn sem held­ur sjálf­stæðum fjöl­miðlum í helgreip­um, þar sem hags­mun­ir rík­is­fyr­ir­tæk­is ganga fram­ar öllu öðru. Rík­is­rek­in fjöl­miðlun geng­ur þvert á hug­mynd­ir hægri manna og gref­ur und­an borg­ara­leg­um öfl­um. Ekki síst þess vegna verður Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn að spyrna við fót­um – loks­ins gæti ein­hver sagt,“ bætir hann við.

En hvaða skilyrði mun flokkurinn setja fyrir áframhaldi núverandi ríkisstjórnar?

„Ein for­senda þess að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn taki þátt í rík­is­stjórn er að mál­efna­samn­ing­ur og verk rík­is­stjórn­ar, end­ur­spegli skiln­ing á sam­hengi skatta, rík­is­út­gjalda, hag­vaxt­ar og vel­sæld­ar. Að sam­keppn­is­hæfni þjóðar ráðist ekki síst af öfl­ug­um innviðum, hóf­semd í op­in­ber­um álög­um, greiðu aðgengi að er­lend­um mörkuðum, skil­virkni í stjórn­kerf­inu og hag­kvæm­um rík­is­rekstri.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

…byggja þannig fleiri stoðir und­ir fjár­hags­legt sjálf­stæði heim­il­anna…

Og eitthvað fleira?

„Fleira skipt­ir máli þegar tek­in er afstaða til þess hvort rétt sé að taka þátt í mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Upp­bygg­ing mennta­kerf­is­ins er eitt. Skyn­sam­leg og sjálf­bær nýt­ing nátt­úru­auðlinda annað. Já­kvætt viðhorf til at­vinnu­lífs­ins er skil­yrði. Að gera launa­fólki kleift að taka með bein­um hætti þátt í rekstri fyr­ir­tækja er mik­il­vægt og byggja þannig fleiri stoðir und­ir fjár­hags­legt sjálf­stæði heim­il­anna, er lyk­ill­inn að hjarta sjálf­stæðismanna. Og fleira skipt­ir miklu, en verður ótalið að þessu sinni.“

Þar sem þetta er ekki viðtal er ekki hægt að spyrja við hvað þingmaðurinn Óli Björn á við. Vill hann að bætt kjör launafólks náist með þátttöku alls almennings með gambli á hlutabréfamarkaði? Ekki er hægt að skilja hann á annan veg.

„Í aðdrag­anda þing­kosn­inga er ekki óeðli­legt að kjós­end­ur velti því fyr­ir sér hvers kon­ar rík­is­stjórn kunni að taka við völd­um á kom­andi kjör­tíma­bili. Mikið vatn á eft­ir að renna til sjáv­ar áður en gengið verður að kjör­borði og því eru vanga­velt­ur um rík­is­stjórn ekki mikið annað en sam­kvæm­is­leik­ur sem end­ur­spegl­ar von­ir og vænt­ing­ar. Og auðvitað ræður niðurstaða kosn­inga mestu um hvers kon­ar rík­is­stjórn verður mynduð,“ skrifar Óli Björn.

Svo deigt er í bæði Framsókn og Vinstri grænum.

Óli Björn: „Stuðning­ur við rík­is­stjórn Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks er um 60% sam­kvæmt mæl­ingu Gallup. Þetta er marg­falt meiri stuðning­ur en síðustu fjór­ar rík­is­stjórn­ir þar á und­an nutu í aðdrag­anda kosn­inga. Það á því ekki að koma á óvart að marg­ir kjós­end­ur telji skyn­sam­legt að stjórn­ar­flokk­arn­ir end­ur­nýi sam­starfið að lokn­um kosn­ing­um. En svo ein­falt er þetta ekki.

Inn­an jafnt sem utan rík­is­stjórn­ar er Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn regn­hlíf þeirra sem vilja tak­marka völd rík­is­ins, tryggja frelsi borg­ar­anna, standa vörð um öfl­ugt vel­ferðar­kerfi og hafa skiln­ing á menn­ingu og sögu lands og þjóðar. Á þess­ari regn­hlíf held­ur for­ysta flokks­ins með stuðningi þing­manna og al­mennra flokks­manna. Fá störf eru meira krefj­andi – kalla á trú­mennsku og sann­fær­ingu fyr­ir hug­sjón­um. Með þetta í huga verður að ganga til kosn­inga og spila úr þeim spil­um sem kjós­end­ur gefa við kjör­borðið,“ skrifar hann.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins þurfa ekki að brýna kutana. Svo deigt er í bæði Framsókn og Vinstri grænum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: