- Advertisement -

Opnar Logi ráðherra ekki póstinn sinn?

Og það er ekki verið að biðja um peninga í þessu tilfelli heldur heimild til þess að fá að starfa áfram.

Guðbrandur Einarsson.

„Mig langar að gera að umtalsefni tölvupóst sem okkur þingmönnum Suðurkjördæmis barst fyrir síðustu helgi og innihélt bókun frá bæjarstjórn Reykjanesbæjar, mjög harðorða bókum sem snýr að menntastofnuninni Keili sem var stofnaður árið 2007 eftir að herinn fór,“ sagði Guðbrandur Einarsson Viðreisn á Alþingi og beindi máli sínu að menntamálaráðuneyti Loga Einarssonar.

Tveir stjórnarsinnar eiga hlut að máli:

Guðbrandur sagði næst: „Tilgangurinn með þessari stofnun var að hækka menntunarstig á Suðurnesjum sem hefur verið frekar lágt. Nú standa málin þannig að Keilir er í 20 vikur búinn að óska eftir endurnýjun á leyfi til að starfa sem einkarekinn skóli. Svarið sem hefur borist er að Keilir hafi átt í fjárhagsvandræðum og þess vegna sé ekki hægt að veita leyfið. Það er búið að senda annað erindi og það er búið að liggja, held ég, í átta vikur, um að Keilir eigi ekkert í fjárhagsvandræðum. Þegar ég var í bæjarstjórn á sínum tíma þá lágu fjárhagsvandræði Keilis fyrir, m.a. vegna flugskólans, sem var í raun og veru gjaldþrota þegar tekið var við honum,“ sagði Guðbrandur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En ráðuneytið heykist við.

„Ríkisvaldið með fulltrúum frá ráðuneytinu fór í viðræður við bæjarstjórnarfulltrúa á Suðurnesjum til að rétta við fjárhag Keilis. Það var gert. Húsnæðið hefur verið selt,“ bætti Guðbrandur við.

Hann laum máli sínu á þennan hátt:

„Flugskólinn hefur verið tekinn út úr Keili. Það er búið að færa fullt af námsbrautum yfir til Fjölbrautaskóla Suðurnesja og eftir stendur Keilir fjárhagslega heilbrigður — fjárhagslega heilbrigður. Og það er ekki verið að biðja um peninga í þessu tilfelli heldur heimild til þess að fá að starfa áfram. En ráðuneytið heykist við. Maður veltir því fyrir sér: Hvað er verið að gera þarna þegar við erum með sjálfstæða menntastofnun sem er að bæta við menntunarstig á Suðurnesjum ef það á bara að sitja á stólunum og segja nei?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: