- Advertisement -

Ósáttir troða á heildarhagsmunum

„En kæruleiðirnar sem í boði eru á Íslandi til að koma í veg fyrir framkvæmdir og seinka þeim, eru náttúrlega með ólíkindum.“

„Það verður ekki horft fram hjá því að uppi er gríðarlegur vandræðagangur við uppbyggingu og viðhald raforku og vegakerfis í landinu. Okkur hefur tekist að skapa sérlega verndað umhverfi þar sem einstaka sveitarfélög, hagsmunasamtök og einstaklingar geta leyft sér að troða á hagsmunum samfélagsheildarinnar fyrir málefnalegan rökstuðning um nauðsyn þess að byggja upp grunninnviði okkar og viðhalda þeim, borgurunum til heilla. Við erum tala um ára- og áratugatafir á framkvæmdum.“

Það var Ásmundur Friðriksson, einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem sagði þetta i þingræðu.

„Vegagerðin og Landsnet hafa það lögbundna hlutverk að vinna að þróun og endurbótum á vegakerfinu og flutningskerfi raforku á sem hagkvæmastan hátt eftir því sem almannahagsmunirnir og þarfir samfélagsins krefjast.“

Ásmundur var ekki hættur: „Ég kalla eftir því að við einföldum leyfiskerfið og þeir sem af ásetningi tefja framkvæmdir geti það ekki lengur með úreltu kerfi.“

Og svo þetta: „En kæruleiðirnar sem í boði eru á Íslandi til að koma í veg fyrir framkvæmdir og seinka þeim, eru náttúrlega með ólíkindum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: