- Advertisement -

Ráðherrar tala hver í sína áttina

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist hafa áhyggjur af ráðherrum ríkisstjórnarinnar:

„Þess vegna veldur dálitlum áhyggjum þegar ráðherrar tala hver í sína áttina, oft ósamræmanlegt og stundum virðist bera á því að ráðherrar sjái tækifæri í því að koma sínum sérstöku áhugamálum á dagskrá í skjóli þessa ástands. Þó að ríkisstjórn eigi að sjálfsögðu að fylgja leiðsögn þeirra sem best þekkja til þarf leiðsögnin að vera skýr frá stjórnvöldum og samræmd.“

Sigmundur Davíð minnti á sjálan sig þegar hann talaði stöðu ríkissjóðs:

Í þá „gömlu og góðu daga“.
Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson.
Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þegar ríkisstjórnin kynnti aðgerðir sínar á sínum tíma voru þær sagðar umfangsmestu aðgerðir Íslandssögunnar í efnahagsmálum. Umfang þeirra er 230 milljarðar. Þegar betur var að gáð var megnið af þessu hugsanlegar lánveitingar hjá bönkunum sem enn er mikil óvissa um, frestanir til skamms tíma á skattgreiðslum og fleira slíkt. Hæstvirtur fjármálaráðherra virtist hafa gleymt því þegar hann kynnti þetta að hann hafði sjálfur tekið þátt í að kynna efnahagsaðgerðir þar sem umfangið nam 1.200 milljörðum kr., en það jákvæða við að rifja það upp er að það er áminning um hversu mikið svigrúm stjórnvöld hafa núna til að bregðast almennilega við þessu ástandi og gera það mjög myndarlega, víðtækt og almennt. Mikilvægt er að gera það á þann hátt að það nái til sem flestra án þess að verið sé að nota tækifærið í flokkspólitískum tilgangi eða koma á framfæri einhverjum sérstökum flokkspólitískum áhugamálum. Þannig er ég viss um að við öll í þinginu getum náð saman um að bregðast við þessum vanda með mjög almennum og víðtækum hætti og gera það sem þarf til að komast í gegnum þetta.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: