- Advertisement -

Ragnar Þór er á réttri leið

Kannski fer svo, fyrr en nokkurn hefur grunað, að fulltrúar launagreiðenda fari loks úr stjórnum lífeyrissjóða

Eitt mesta og besta merki þess hvort forysta launafólks er á réttri leið eða ekki er hvernig brugðist er við í leiðurum Fréttablaðsins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Vr, fer mikið í pirrur leiðarahöfundar dagsins.

Sá gerir sér greinilega grein fyrir að með baráttunni sinni fyrir að hér verði straumhvörf ruggar Ragnar Þór bátnum. Kannski fer svo, fyrr en nokkurn hefur grunað, að fulltrúar launagreiðenda fari loks úr stjórnum lífeyrissjóða, þar sem þeir eðli málsins samkvæmt eiga ekkert erindi.

Í leiðara Fréttablaðsins má lesa um Ragnar formann VR. „Formaður þess vill að fulltrúar félagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hlýði hans fyrirskipunum. Þetta voru stjórnarmennirnir ekki tilbúnir til að gera, enda stríðir það gegn bæði lögum og samþykktum sjóðsins að stjórnarmenn reki erindi einhvers utanaðkomandi á vettvangi sjóðsins. Skiptir þá engu hvort viðkomandi er formaður VR eða einhver annar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Um þetta er deilt segir Fréttablaðið. Þar er full mikið sagt.

Þarna fer lítt fyrir skilningi á því hvað er launafólki fyrir mestu og bestu. Og ekki heldur er fundið að því að stjórn lífeyrissjóðsins ók gegn einstefnu vaxtalækkana. Skar sig úr. Fulltrúar eigenda sjóðsins sættust einfaldlega ekki á það aksturslag sem stjórn sjóðsins ákvað að viðhafa.

Einn biti en af vondri sneið Fréttablaðsins, sem vill vera helsti andstæðingur launafólks:

„Formaður VR hamrar á því að stjórn sjóðsins hafi farið gegn markmiðum svonefndra „lífskjarasamninga“ sem undirritaðir voru í vetur. Þar voru sett fram markmið um lækkun vaxta, ekki síst á íbúðalánum. Með gífuryrðum segir formaðurinn að stjórn lífeyrissjóðsins hafi risið gegn þessum markmiðum og ráðist gegn hagsmunum félagsmanna. Um þetta er deilt.“

Um þetta er deilt segir Fréttablaðið. Þar er full mikið sagt. Þeir einir mótmæla sem vilja allt gera til að verja núverandi samkomulag. Allt það fólk sem vill breytingar á stjórnum sjóðanna fagna framgöngu Ragnars Þórs. Hafi hann miklar þakkir fyrir sína framgöngu. Rétt eins og þegar honum tókst að vinda ofan húsaleiguokrinu í vetur sem leið. Þá fjölgaði í hópi andstæðinga Ragnars Þórs, rétt eins og nú.

Um leið fjölgar í hópi sem þakkar Ragnar Þór fyrir kjarkinn og viljann. 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: