- Advertisement -

Ríkið fær tekjurnar en sveitarfélögin kostnaðinn

Ólafur Þór Gunnarsson á Alþingi.

Í ræðu sinni, um heimild sveitarfélaga til innheimtu umhverfisgjalda, sagði Ólafur Þór Gunnarsson, Vinstri grænum:

„Gjaldtaka sveitarfélaga vegna bílaeignar þekkist hins vegar varla nema þá helst í formi bílastæðagjalda og óbeint í formi gatnagerðargjalda. Á hinn bóginn hefur sveitarfélögum ekki tekist að stemma stigu við einkabílanotkun og Ísland er meðal þeirra landa þar sem einkabílaeign er hvað mest á hvern íbúa. Almenningssamgöngur hafa að vissu leyti liðið fyrir þessa stefnu sem og aðrir umhverfisvænni ferðamátar, eins og til að mynda hjólreiðar. Fyrir vikið eru nú á mjög mörgum íslenskum heimilum tveir, jafnvel þrír, bílar eða enn þá fleiri sem aftur krefst mikils kostnaðar hjá sveitarfélögunum í gatnagerð, viðhaldi gatna, landnotkun, mannvirkjagerð o.s.frv. Þá má ekki gleyma loft- og hávaðamengun af völdum bíla sem er ærin.“

Þú gætir haft áhuga á þessumAuglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: