- Advertisement -

Ríkisendurskoðun fagnar en kvikar hvergi

Ríkisendurskoðun fagnar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um þátttöku Hauck & Afhäuser í einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands hf. árið 2003 og þeirri skýru niðurstöðu sem rannsóknarnefndin kemst að í krafti aðgangs nefndarinnar að tölvupóstum sem sýndu fram á mikilvæga baksamninga sem haldið hafði verið leyndum. Það er alltaf mikilvægt að draga sannleikann fram.

Ríkisendurskoðun segir fleira en þetta. Stofnunin, „…telur ekki ástæðu til að draga til baka það mat sitt að gögn þau sem Vilhjálmur Bjarnason afhenti Ríkisendurskoðun 22. febrúar 2006 séu ekki nægjanleg til að sýna fram að Hauck & Afhäuser hafi ekki verið raunverulegur eigandi Eglu hf. Breytir engu í því sambandi þó rannsóknarnefnd Alþingis hafi nú á grundvelli upplýsinga og ábendinga, sem bárust umboðsmanni Alþingis sl. vor undir þeim formerkjum að hann gætti trúnaðar um uppruna þeirra, og á grundvelli víðtækra rannsóknarheimilda sinna, sýnt fram á að gögn þau sem Ríkisendurskoðun aflaði sér í kjölfarið hafi verið lögð fram í blekkingarskyni.“

Hér er unnt að lesa samantekt Ríkisendurskoðunar um málið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: