- Advertisement -

Ríkisstjórn Katrínar, en Sjallar eru sjallar

Guðmundur Andri Thorsson:
„Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir. En þar með er ekki sagt að Sjallar hætti að vera Sjallar. Og hætti að hugsa um sína.“

Gagnrýni Ágústs Ólafs Ágústssonar á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var auðskilin. Ágúst Ólafur gagnrýndi ríkisstjórnina og forsætisráðherra. Það er engin kvenfyrirlitning þó fólki þyki Sjálfstæðisflokkurinn ráða fullmiklu í ríkisstjórninni. Guðmundur Andri Thorsson skrifar ágæta grein um þetta. Hann  skrifaði:

„Auðvitað er þetta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. En stundum birtist hún okkur þannig að við veigrum okkur við að kenna aðfarir ráðherra Sjálfstæðisflokksins við þá mætu konu. Þegar við sjáum blika á niðurskurðarhníf gagnvart nauðsynlegri þjónustu; þegar við sjáum ríghaldið í skerðingar sem halda fólki í fátæktargildrum; þegar sveitarfélög eru svelt svo að nærþjónustan er í hættu; þegar staðinn er vörður um gjafakvóta á auðlindanot; þegar átt er í illvígum deilum við fjölmennar umönnunarstéttir; þegar viðraðar eru af dómsmálaráðherra hugmyndir um sérstakar flóttamannabúðir svo að börnin sem hingað leita komist örugglega ekki í skóla og kynnist engum … Dæmin eru endalaus. Mér er minnisstætt í fyrra ágætt mál sem kom frá ríkisstjórninni og verkalýðshreyfingin (og raunar SA líka) hafði troðið upp á hana í lífskjarasamningunum. Það snerist um kennitöluflakk og löngu tímabærar aðgerðir til að taka á þeirri þjóðarskömm. Ég sat í nefndinni sem vann málið og það var nánast sama hver kom fyrir nefndina: allir aðilar vinnumarkaðarins luku upp einum munni um ágæti málsins. Það voru aðeins einhverjir lögfræðingar og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem reyndust andvígir málinu. Sem dugði til þess að  þrátt fyrir nægan tíma komst málið aldrei út úr nefndinni vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Já auðvitað: þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir. En þar með er ekki sagt að Sjallar hætti að vera Sjallar. Og hætti að hugsa um sína.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: