- Advertisement -

Ríkisstjórnin fellur – Sósíalistar komnir með sex þingmenn

Gunnar Smári skrifar:

Sósíalistaflokkurinn er með sex þingmenn samkvæmt hefðbundinni útdeilingu og hefur ekki mælst með meiri þingstyrk í könnunum.

Könnun MMR fyrir Morgunblaðið sýnir vinstri sveiflu í síðustu daga samkvæmt túlkun blaðsins. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn tapa fylgi frá könnun sem birt var á mánudaginn og Miðflokkur og Viðreisn líka þótt það sé innan skekkjumarka. Á sama tíma og Sósíalistaflokkur og Píratar bæta við sig, einnig VG, Samfylking og Flokkur fólksins.

Sósíalistaflokkurinn er með sex þingmenn samkvæmt hefðbundinni útdeilingu og hefur ekki mælst með meiri þingstyrk í könnunum. Ástæðan er að hluta sú að Miðflokkurinn þurrkast út af þingi. Það dugar ekki ríkisstjórninni sem fær aðeins 30 þingmenn og er fallinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vinstrisveifluna má sjá af því að hægri flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, fá 21 þingmann, en flokkar með rætur í sósíalisma, Sósíalistaflokkurinn, VG og Samfylkingin, fá 23 þingmenn. Miðjuflokkar, Framsókn, Píratar og Flokkur fólksins, fá 19 þingmenn.

Ríkisstjórn hinna vinnandi stétta, þ.e. flokkar með rætur í verkalýðsbaráttu og samvinnuhreyfingu (Framsókn, Samfylking, VG og Sósíalistar) vantar bara einn mann upp á meirihluta. Með Flokki fólksins hefði slík ríkisstjórn 34 þingmenn. Með Pírötum 39 þingmenn.

Engin hrein hægri stjórn er í kortunum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Framsóknar er með 29 þingmenn.

En miðað við niðurstöður MMR viku fyrir kosningar væri þingheimur svona (innan sviga breyting frá núvernandi þingi, þ.e. eftir flokkaflakk):

Ríkisstjórnin:

  • Sjálfstæðisflokkurinn: 14 þingmenn (–2)
  • Framsókn: 8 þingmenn (óbreytt)
  • VG: 8 þingmenn (–1)


Ríkisstjórnin alls: 30 þingmenn (–3)

Stjórnarandstaða I (hin svokallaða frjálslynda miðja):

  • Samfylkingin: 9 þingmenn (+1)
  • Píratar: 8 þingmenn (+1)
  • Viðreisn: 7 þingmenn (+3)


Stjórnarandstaða I: 24 þingmaður (+5)

Stjórnarandstaða II (nýtt hægri)

  • Flokkur fólksins: 3 þingmenn (+1)
  • Miðflokkurinn: Enginn þingmaður (–9)


Stjórnarandstaða II: 6 þingmenn (–8)

Stjórnarandstaða III, utan þings:

  • Sósíalistaflokkurinn: 6 þingmenn (+6)

Ef við skoðum fylgisbreytingar frá kosningum þá eru þær þessar:

Þessir flokkar hafa dregið til sín fylgi:

  • Sósíalistar: +8,6 prósentustig
  • Viðreisn: +4,0 prósentustig
  • Píratar: +2,6 prósentustig
  • Framsókn: +2,0 prósentustig

Þessir standa í stað:

  • Samfylkingin: +0,9 prósentustig
  • Flokkur fólksins: –1,3 prósentustig

Þessir flokkar hafa tapað fylgi:

  • VG: –4,8 prósentustig
  • Sjálfstæðisflokkur: –4,9 prósentustig
  • Miðflokkurinn: –6,3 prósentustig

Eins og sést af þessu hafa Sósíalistar dregið til sín helminginn af því fylgi sem hefur hreyfst á milli flokka. Hreyfingin til þeirra er veigamesta ástæða þess að ríkisstjórnin er fallin og straumur kjósenda liggur frá ysta hægrinu og yfir miðjuna til vinstri. Þannig er það bara.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: