- Advertisement -

Ríkisstjórnin mylur niður þingræðið

Slíkt get­ur aldrei orðið með samþykki Sjálf­stæðis­flokks­ins.

„En jafn­vel Alþingi hef­ur verið lamað með sóttvarnaraðgerðum, sem dreg­ur úr mögu­leik­um þess að veita stjórn­völd­um aðhald, spyrja spurn­inga og, ef þörf er á; setja heil­brigðis­yf­ir­völd­um stól­inn fyr­ir dyrn­ar. Og þannig moln­ar und­an þing­ræðinu og rík­is­stjórn reglu­gerða og til­skip­ana verður til. Slíkt get­ur aldrei orðið með samþykki Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ skrifar Óli Björn Kárason, sá þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem skiptir hvað mestu máli, og beinir kastljósinu að hinum mikla skoðanaágreiningi sem er innan Sjálfstæðisflokksins.

„Því er haldið fram að á tím­um neyðarástands sé stjórn­völd­um heim­ilt að grípa til þeirra aðgerða sem tald­ar eru nauðsyn­leg­ar. Ekki aðeins að þeim sé heim­ilt held­ur beri þeim skylda til að grípa inn í dag­legt líf al­menn­ings til að verja líf og heilsu. Í varn­ar­bar­áttu gegn hættu­leg­um vá­gesti sé stjórn­völd­um frjálst að leggja ákvæði stjórn­skip­un­ar­laga til hliðar og sniðganga hefðbundið ferli lög­gjaf­ar sem er sögð of hæg­virk og óskil­virk,“ skrifar Óli Björn Kárason og bætir við:

„Ég get ekki annað en hafnað þess­um sjón­ar­miðum,“ bætir hann við í vikulegri Moggagrein sinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Óli Björn segir fleira:

„Ég hef haft efa­semd­ir um að heil­brigðis­yf­ir­völd geti sótt rök­stuðning í sóttvarnarlög fyr­ir öll­um sín­um aðgerðum – óháð því hversu skyn­sam­leg­ar þær kunna að vera. Í besta falli eru yf­ir­völd kom­in á bjarg­brún hins lög­mæta. Borg­ara­leg rétt­indi, sem eru var­in í stjórn­ar­skrá, verða ekki af­num­in tíma­bundið (og eng­inn veit hvað sá tími er lang­ur) með reglu­gerðum og án nokk­urs at­beina lög­gjaf­ans eða und­ir ströngu eft­ir­liti hans.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: