- Advertisement -

Ríkisstjórnin ógnar lífskjarasamningnum

Stefnir í átök á vinnumarkaði.

„Það liggur fyrir að kaupmáttur hefur aukist og vextir hafa lækkað en út af standa fjölmörg þeirra verkefna sem stjórnvöld gáfu loforð um.“

Þetta má meðal annars lesa í vikulegum pistli forseta Alþýðusambandsins.

Drífa skrifar:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Í þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í apríl 2019 er möguleiki á endurskoðun nú í september hafi forsendur ekki staðist. Þrjár forsendur liggja til grundvallar kjarasamningunum: Að kaupmáttur aukist, vextir lækki og stjórnvöld standi við þau loforð sem gefin voru í tengslum við samningana. Það liggur fyrir að kaupmáttur hefur aukist og vextir hafa lækkað en út af standa fjölmörg þeirra verkefna sem stjórnvöld gáfu loforð um.“

Framundan er endurskoðun samninganna. Samtök atvinnulífsins undirbúa að segja sig frá samningunum. Framundan kann að verða átakavetur á vinnumarkaði samhliða kosningavetri.

Drífa skrifar: „Forsendunefnd skipuð fulltrúum frá ASÍ og SA kemur saman og úrskurðar hvort forsendur hafi staðist. Sé niðurstaðan sú að forsendur hafi ekki staðist skal hefja viðræður til að leita leiða til þess að markmið samningsins nái fram að ganga. Stjórnvöld þurfa að koma að þessu samtali, bæði þar sem þau hafa ekki staðið að fullu við sinn hluta samkomulagsins og þar sem aðstæður á vinnumarkaði eru sérlega krefjandi nú um stundir og verða það áfram.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: