- Advertisement -

Ritstýrðir fjölmiðlar / frjálsir fjölmiðlar

Fjölmiðlar / Mogginn er upptekinn af stöðu fjölmiðla í dag. Hann skrifar, og það ekki sérlega vel, um RÚV í Staksteinum og í leiðara er líka skrifað um fjölmiðla. Þar er gert mikið úr því sem Mogginn kallar ritstýrða fjölmiðla. Öllum fjölmiðlum er ritstýrt. Hitt er annað að fáir fjölmiðlar eru frjálsir. Til dæmis frá eigendum sínum sem eiga mikilla hagsmuna að gæta í samfélaginu. Eigenda sem til að mynda berjast gegn breytingum á lögum um kvótann, gegn breytingum á breytingum á stjórnarskrá, gegn upptöku evru svo ekki sé talað um aðild að Evrópusambandinu. Þannig fjölmiðill er ófrjáls.

Sama á við um fjölmiðla sem draga taum valinna stjórnmálaflokka eða stjórnmálamanna. Mogganum er ætlað að gæta mikilla hagsmuna og er því alls ekki frjáls fjölmiðill. Mogginn er ritstýrður fjölmiðill. Spurt er samt hver ritstýrir honum? Er Mogganum ritstýrt úr Borgartúni 35? Hugsanlega.

Sjálfur segir Mogginn í dag: „Rit­stýrðir fjöl­miðlar, sem sagt það sem í dag­legu tali telj­ast fjöl­miðlar, er það sem fólk ætti fyrst og fremst að treysta á til að afla sér frétta. Þeir eru vissu­lega mis­jafn­ir og sum­ir jafn­vel stór­kost­lega vara­sam­ir, en ef fólk vel­ur sér miðla sem það reyn­ir af því að vera trausts­ins verðir er það mikl­um mun bet­ur statt en ef það gleym­ir sér í leit að „upp­lýs­ing­um“ á vafa­söm­um vefsíðum þar sem vit­leys­an veður uppi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: