- Advertisement -

SA segist ekki geta samið um neitt

Kristján Þórður Snæbjarnarson, annar varaforseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambandsins skrifar:

Í samtölum við fulltrúa atvinnurekenda hefur sífellt verið hamrað á því að það þurfi að lækka laun, gefa eitthvað eftir. Þegar við höfum spurt hvort við getum þá ekki unnið með ákvæði sem gætu gagnast launafólki þá hefur svarið verið: NEI við getum ekki samið um neitt.

Hversu oft hefur SA opnað inn á breytingar á launum þegar heimilin eða launafólk hefur átt undir högg að sækja?

Hversu oft hefur SAF talað sérstaklega um hagsmuni launafólks?

Mun launahækkun ein og sér setja allt á hliðina?

Ég ætla að taka það skýrt fram að staðan er gríðarlega alvarleg, ástand sem við gerum ráð fyrir að muni ganga yfir en vissulega verða afleiðingar neikvæðar um lengri tíma en næsta mánuðinn eða þá næstu. Hversu líklegt er að heimilin í landinu eigi eftir að sleppa án áfalla? Hversu líklegt er að samtök atvinnurekenda muni koma færandi hendi þegar heimilin standa í vandræðum?

Við þurfum að finna leiðir sem leiða okkur í gegnum erfiða stöðu. Þar eru fyrirtækin ekki eyland, fyrirtækin eru ekki ein um það að standa í vondri stöðu!

Mun 3,5% bjarga fyrirtækjunum eða þúsundum starfa? Hefur heimild um hlutaatvinnuleysi, þar sem fyrirtækin geta losað sig við um 75% af útgjöldum vegna launa, ekkert að segja í stöðunni? Mun launahækkun ein og sér setja allt á hliðina? Væru fyrirtækin tilbúin til þess að veita starfsfólki eitthvað á móti því að gefa eftir réttindi?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: