- Advertisement -

Samkomulagið í Eflingu

Sólveig Anna skrifar:

Nú er það haft eftir trúnaðarmönnum starfsfólks Eflingar í frétt á Stundinni að ekkert samráð við þau hafi farið fram og samkomulag hafi ekki verið gert. Eins og venjulega þegar um ósannindi um mig er að ræða þá er ekki óskað eftir gögnum til að staðfesta nokkuð. Fremur en að standa í þvargi um þetta þá birti ég hér bókunina sem undirrituð var af trúnaðarmönnunum og lögmanni sem fór með umboð stjórnar Eflingar í samráðinu. Eins og öll geta séð hér þá fór samráð fram með lögmætum hætti og komist var að undirrituðu samkomulagi um ákveðin atriði skipulagsbreytinga. Samkomulag náðist vissulega ekki um að hætta við breytingarnar og aðilar voru ekki sammála um ástæður og forsendur, en samkomulag náðist svo sannarlega um aukin réttindi starfsfólks á uppsagnarfresti eins og hvert mannsbarn getur séð af lestri bókunarinnar. Þessi bókun var aldrei neitt trúnaðarmál, og er það ekki frekar en annað í sambandi við þetta mál sem viðkomandi og óviðkomandi aðilar hafa gasprað um stanslaust í fjölmiðlum síðustu sólarhringa.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: