- Advertisement -

Samþjöppun og fákeppni hefur vaxið stórlega

Það er vonarglæta í nýrri kynslóð verkalýðsforingja, sem ekki vilja una þessu.

Ragnar Önundarson bendir á:

Aldrei er spurt hvort sjálftakan sé raunhæf.

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Eigendur og stjórnendur fákeppnisfélaganna halda áfram að ,,fleyta rjómann ofan af” að vild, en hlutur annarra hefur lengi verið „stilltur af“ með gengislækkun og verðbólgu, eftir kjarasamninga. Launahækkanir almennings eru sagðar ,,óraunhæfar” því teknar til baka með þessum hætti. Aldrei er spurt hvort sjálftakan sé raunhæf. Smám saman og með hljóðlátum hætti hefur sjálftökufólkinu tekist að gera verkalýðshreyfinguna áhrifalitla. Samþjöppun og fákeppni hefur vaxið stórlega í viðskiptalífinu, með góðfúslegu leyfi samkeppnisyfirvalda. Samkeppnislögin evrópsku ganga út frá forsendu um virka markaði, sem ekki eru til hér. Opinberir forstjórar, embættismenn og stjórnmálaelítan krefjast „samkeppnisfærra“ launa, þó engin samkeppni sé um starfskrafta þeirra. Það er vonarglæta í nýrri kynslóð verkalýðsforingja, sem ekki vilja una þessu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: