- Advertisement -

Sanna harmar afstöðu borgarinnar

„Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokksins harmar þá afstöðu að ekki þyki ástæða til þess að gera fulltrúum vinnandi fólks jafn hátt undir höfði og fulltrúum kapítalista. Þrátt fyrir að borgin eigi í formlegu samtali við verkalýðshreyfinguna er það ekki það sama og að hittast við óformlegri aðstæður þar sem auðveldara er að ræða opinskátt. Núna hafa samningar verið lausir í sjö mánuði, tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hefur verið lagt af, starfsfólk borgarinnar er orðið langþreytt að bíða eftir samningum og spurning um hvort eða hvenær pólitíkin ætli að láta sig málið varða,“ bókaði Sanna Magdalena Mörtudóttir á síðasta borgarstjórnarfundi.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, lagði fram bréf þar sem segir meðal annars:

Fyrst er spurning Sönnu Magdalenu: „Nú hafa staðið yfir samningaviðræður við fulltrúa vinnuaflsins og það er því gríðarlega mikilvægt að eiga samtal við þá. Er fyrirhugað að hitta fulltrúa vinnuaflsins með sama hætti og hefur verið fundað með fulltrúum atvinnulífsins?“

Og svo svar formannsins:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Reykjavíkurborg á í miklum og góðum samskiptum við starfsfólk.

„Svar: Reykjavíkurborg á í miklum og góðum samskiptum við starfsfólk, fulltrúa starfsfólks og stéttarfélög þeirra. Ekki aðeins við kjarasamningsborðið heldur einnig í samráðsnefndum um framfylgd kjarasamninga, í stórum verkefnum sem varða launasetningu, eins og starfsmati og í nýlegum úttektum á starfsaðstæðum í leikskólum og grunnskólum, jafnt sem stefnumótun eins og mótun menntastefnu svo dæmi sé tekið, að ógleymdu árangursríku samstarfi um tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar.

Þá hefur borgin haft mjög náið og mikið samstarf við fulltrúa stærstu stéttarfélaga landsins á sviði húsnæðismála, við undirbúning nýrrar löggjafar um húsnæðismál, stofnun byggingarsamvinnufélagsins Bjargs, úthlutun lóða til að gera þá uppbyggingu að veruleika, eftirfylgni með útfærslu og framvindu verkefna á sviði húsnæðismála, og þannig mætti áfram telja.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: