- Advertisement -

Sannkallaður Framsóknaráratugur

Sigurður Ingi skrifaði þetta á Facebook:

Kæru vinir

Á haustfundi miðstjórnar Framsóknar tilkynnti ég í dag að ég mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á næsta flokksþingi.

Þetta hefur verið ótrúlega merkilegur tími, níu ár sem formaður og langur ferill innan Framsóknar, þar sem ég hef fengið að vinna með frábæru fólki fyrir land og þjóð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þessi áratugur var sannkallaður Framsóknaráratugur og við getum litið stolt um öxl. Nú er tími til kominn að nýtt fólk komi að forystu flokksins. Ég er þakklátur fyrir traustið, samvinnuna og vináttuna sem hafa fylgt þessari vegferð.

Framsókn er öflug hreyfing með mikla grósku og sterkan mannauð. Um allt land starfa yfir hundrað sveitarstjórnarfulltrúar og ótal sjálfboðaliðar sem leggja sig fram daglega við að bæta samfélagið og stuðla að öflugu flokksstarfi. Sá kraftur, fólkið í Framsókn, er hjartað í hreyfingunni. Framtíð Framsóknar er björt og hún er í traustum höndum.

Ég er hins vegar hvergi nærri hættur, hvorki afskiptum af stjórnmálum né störfum á Alþingi. Krafturinn og viljinn til að leggja mitt af mörkum fyrir Framsókn og samfélagið eru enn jafn sterk. Ég hef trú á þeim grunngildum sem við stöndum fyrir og mun áfram berjast fyrir jöfnum tækifærum fólks, samvinnu og skynsemi í stjórnmálum.

Takk fyrir traustið og samstarfið. Ég hlakka til að takast á við ný verkefni með ykkur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: