- Advertisement -

Sáttaferli er ekki í boði fyrir fátækt fólk

Sanna Magdalena Mörtudóttir:

Sáttaferli er ekki í boði fyrir þau sem geta ekki greitt niður yfirdráttarheimild og eru í mínus um hver mánaðamót. Sáttaferli er ekki í boði fyrir þau sem vegna fátæktar gátu ekki greitt reikninga. Sáttaferli er ekki til staðar hjá innheimtufyrirtækjunum sem leyfa þér bara að borga meira en þú ræður við. Sáttaferli og skilningur er ekki til staðar gagnvart þeim sem gera sitt besta og meira en það til að komast af í ómanneskjulegu kerfi fátæktar og skorts. Sáttaferli er aldrei sýnilegt í lánshæfismati. Creditinfo fyrirgefur ekki. Sáttina má hvergi finna gagnvart þeim fátæku sem skulda. Sáttin er í boði fyrir sum en ekki öll.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: