- Advertisement -

Segir kynjakvóta vera; „aðför gegn hinu frjálsa samfélagi“

„Í stjórnum fyrirtækja hefur þessi munur minnkað mjög verulega vegna þess að konur hafa sótt í nám í þeim greinum sem henta vel til þeirra starfa. Þær eru í raun komnar í meiri hluta í slíku námi í dag. Þá gerist það af sjálfu sér að hlutur þeirra eykst í stjórnum fyrirtækja, í forstjórastöðum, í öðrum yfirmannsstöðum, hvort sem er hjá ríkinu eða í einkageiranum. En það er hins vegar aðför gegn hinu frjálsa samfélagi að skylda einstaklinga til að hafa fólk jafnt af hvoru kyni, burt séð frá öllu öðru. Hagur fyrirtækja er alltaf að velja það fólk sem er hæfast og í boði hverju sinni. Það er eðli hins frjálsa markaðar vegna þess að eigurnar eru þínar og áhættan er þín,“ sagði Brynjar Níelsson Sjálfstæðisflokki í þingræðu.

Frumvarp af þessu tagi er auðvitað bara skekkja og það mun verða þannig að rétta þarf hlut karla sennilega eftir tíu, 20 eða 30 ár. Ég hef engan áhuga á því frekar. Fólk verður bara að sækja á sinn vettvang, þangað sem það telur sig nýtast og hæfileikar þess nýtist best. Refsingar af þessu tagi, inngrip af þessu tagi, þegar stjórnvöld ákveða hvernig einkafyrirtæki, einkaaðilar, haga sínum störfum, eru engum til bóta. Það er vont samfélag í eðli sínu þó að menn geti auðvitað sagt: Ég náði þessum frábæra árangri, það eru jafn margir af hvoru kyni í stjórnum allra fyrirtækja. Þetta hefur aðrar afleiðingar sem eru slæmar, fyrir hugarfar og gildi. Það sem við eigum alltaf að gera er að ryðja braut þannig að allir einstaklingar, af hvaða kyni sem er, útliti, kynþætti o.s.frv., eigi jafna möguleika. Síðan sér hið frjálsa samfélag um það hvert hugurinn stefnir o.s.frv. Þetta eru lykilatriði. En þetta frumvarp er jafn vont eftir sem áður,“ sagði þingmaðurinn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: