- Advertisement -

Segir Vinstri græn sitja undir árásum

„Staðreyndin er sú að ýmsir aðrir stjórnmálaflokkar skila auðu í mörgum af mikilvægustu áskorunum samtímans.“

Katrín Jakobsdóttir.

„Þegar á móti blæs og við sitjum undir árásum þá er ágætt að hafa það hugfast að andstæðingar okkar vilja allt til vinna að komast í ríkisstjórn, til að gera sín eigin stefnumál að veruleika. Um þetta snúast stjórnmál, þau snúast um stefnu og áherslu og möguleikann á því að móta samfélag okkar,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á landsfundi Vinstri grænna í gær.

„Það er alltaf hætta á þreytu þegar flokkar hafi verið lengi við stjórnvölinn. Við liggjum lágt í skoðanakönnunum og finnum að mótvindurinn um þessar mundir er allnokkur. Ég hef hins vegar verið félagi í þessari hreyfingu ansi lengi – eða 21 ár – og ef ég þekki okkur rétt látum við mótvindinn ekki buga okkur. En í mótvindi getur verið gott að staldra við og leggja nýtt mat á stöðuna, finna bestu leiðina fram á við og halda svo ótrauð áfram,“ bætti hún við.

„Staðreyndin er sú að ýmsir aðrir stjórnmálaflokkar skila auðu í mörgum af mikilvægustu áskorunum samtímans en láta sér nægja einföld skilaboð og treysta á að pólitísk umræða snúist aðeins um þau mál sem þeir vilja ræða eða það sem verra er, að umræðan snúist um ekki neitt nema ímynd og aukaatriði. Við Vinstri-græn vitum að það eru engin einföld svör við þeim flóknu áskorunum sem heimurinn stendur frammi fyrir. Við erum stödd á umbrotatímum þar sem bæði loftslagsbreytingar og tæknibreytingar eru að verða á ógnvænlegum hraða. Það skiptir öllu hvernig við tökumst á við þessar breytingar og að við tryggjum að umskiptin verði réttlát og sanngjörn fyrir okkur öll,“ sagði Katrín.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Miðjan mun fjalla meira um ræðiu Katrínar. Látum þetta duga í bili.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: