- Advertisement -

Segja Kolbrúnu kjósa misskilning

Það styttist í að brennt verði eldsneyti sem dygði í 60-80 milljón kílómetra akstur,“ segir í bókun Kolbrúnar.

„Allt sem hefur verið sagt og gert er því í samræmi við það og leitt ef áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins velji að misskilja það,“ segir í bókun meirihlutans í borgarráði.

Tilefnið er fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, Flokki fólksins, um Sorpu og brennslu á metani sem framleitt er.

„Í svari frá framkvæmdastjóra SORPU segir að árið 2019 fóru 1,694 milljón rúmmetrar metans á bálið. Þetta svarar til tæplegra 1,9 milljón lítra af almennu bensíni. Fyrir það má aka fjölskyldubílnum ríflega 31 milljón kílómetra. En nú er fyrirhugað að fjárfesta í stærri brennara og tvöfalda bálið. Það styttist í að brennt verði eldsneyti sem dygði í 60-80 milljón kílómetra akstur,“ segir í bókun Kolbrúnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum


„Starfsleyfi SORPU bs. er nefnilega háð þeim skilyrðum að brenna umfram gas sem verður til því lofttegundin er slæm gróðurhúsalofttegund og 21 sinni áhrifameiri en koltvísýringur. Best væri auðvitað að geta nýtt allt það metan sem verður til og hefur verið unnið að því sleitulaust með uppbyggingu gas- og jarðgerðarstöðvar og nú markvissri vinnu við það að nýta það sem allra best sem víðast,“ segir meirihlutinn.

Kolbrún bókaði á ný: „Flokkur fólksins fagnar því að aðrir, almenningur og fleiri eru nú farnir að sjá hvernig hægt er að nota metan og gera sér grein fyrir þeirri óráðsíu sem er í stjórn SORPU að hafa ekki getað tekið skref í átt að því að nota metanið fyrir löngu. Betra er að selja metan á kostnaðarverði en að brenna því á báli. Af hverju finnst þessum meirihluta betra að sóa innlendum orkugjafa en að leyfa fólki að nota hann?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: