- Advertisement -

„Sérhagsmunagæslan getur áfram grasserað“

Nema á Íslandi þar sem stjórnvöld reyna hylma yfir spillinguna.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Samtök útgerðarmanna og atvinnurekanda voru fljótir að lýsa yfir stuðningi við aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar, vegna Samherjamálsins, sem kynnt var í morgun. Enda eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar úrvalsaðgerðir fyrir útgerðina og atvinnulífið. Þær eru yfirborðslegar og ná allt of skammt. Breyta engu í raun og veru. Rétt settur plástur á sárið en ekki meir. Ekki farið í nein horn heldur aðeins þurrkað lítillega af í miðjunni.

Kristján Þór ætlar ekki að segja af sér, sérhagsmunagæslan getur áfram grasserað, ekki boðaðar breytingar á kvótakerfinu, ekki talað um að gera breytingar á stjórnarskránni nú þegar o.frv.

Fólk er búið að segja af sér embættum bæði í Noregi og Namibíu en hér sitja allir sem fastast nema einn forstjóri sem ekki hefur verið rekinn heldur sem ákvað sjálfur að stíga til hliðar. Ekki hætta, heldur einungis stíga til hliðar. Hann er ekki einu sinni flúinn til útlanda. Enda orðin svo frægur fyrir spillingu að honum yrði sennilega hvergi vært. Nema á Íslandi þar sem stjórnvöld reyna hylma yfir spillinguna.

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: