- Advertisement -

Setur kauphækkun launafólks efnahagslífið úr skorðum?

Þrýstingur á þá er mikill og áróðurinn gegndarlaus.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Drífa forseti ASÍ sagði í kastljósþætti í gær, að hún tryði ekki neinum dómsdagsspám hér um að allt væri að fara í hund og kött vegna vandræða Wow air og hugsanlegs samdráttar í ferðaiðnaðinum. Hagkerfið mundi hugsanlega kólna eitthvað en það væri í lagi.

Ég tek undir með forseta ASÍ. Það er rekinn skefjalaus áróður af hálfu atvinnurekenda, hægri manna og ríkisstjórnarinnar (og RÚV) um að kröfur verkafólks um mannsæmandi laun geti leitt til verðbólgu, þegar niðursveifla í hagkerfinu sé byrjuð!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Allur þessi áróður hefur það markmið eitt að koma í veg fyrir, að lægstu laun verkafólks hækki. Þetta er gamli söngurinn: Launahækkun verkafólks setur efnahagslífið úr skorðum (en ofurhækkanir yfirstéttarinnar eru skaðlausar!).

Því miður óttast ég að þessi skefjalausi áróður sé farinn að hafa áhrif á nýju vertkalýðsleiðtogana. Þrýstingur á þá er mikill og áróðurinn gegndarlaus.


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: