- Advertisement -

Sjá ekki allir óréttlætið í þessu?

Ágúst Ólafur Ágústsson skrifaði:

Þegar ég byrjaði í pólitík í byrjun aldarinnar leit ég á mig sem hægri krata (sem er hrós í eyrum sumra en last hjá öðrum). En eftir sem aldurinn færist yfir þá finnst mér eins og ég sé kominn talsvert meira til vinstri en áður. Kannski er það vegna þeirrar þróunar sem blasir við hafi maður augun opin. Þegar 6 neðangreindir punktar eru hafðir í huga er kannski auðvelt að skilja þessa breytingu hjá manni:

1. „Lúxusbílasala á við olíuríki“ var nýleg blaðafyrirsögn hér á Íslandi en einn slíkur bíll getur kostað allt að 30 milljón kr.
*Á sama tíma telur Rauði kross Íslands ástæðu til að reka sérstakan sjóð sem heitir: „Sárafátæktarsjóður“.

2. Einn útgerðarmaður (1) gekk út með 22.000 milljónir kr. í vasanum vegna nýtingar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.
*Þetta er svipað há upphæð og myndi kosta að tryggja öllum eldri borgurum Íslands að minnsta kosti upphæð lágmarkslauna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…sem er leidd af forsætisráðherra sem hefur stært sig af því að vera fyrsti sósíalistinn í þeim stól.

3. Annar útgerðarmaður hagnaðist einn og sér um 5.400 milljónir kr. í fyrra.
*Þetta er meira en öll fyrirhuguð veiðileyfagjöld.

4. Ein hjón seldu í síðustu viku hlut sinn í tryggingarfélagi fyrir 1.600 milljónir kr.
*Þetta er nánast það sama og það sem ríkisstjórn tímdi að bæta við í barnabætur OG fæðingarorlofið vegna lífskjarasamninganna.

5. 1% ríkustu landsmanna (sem öll kjósa Sjálfstæðisflokkinn) eiga meiri eignir en 80% landsmanna. Og 40% af nýjum auð rann til ríkustu 10% landsmanna (sem líka kjósa öll Sjálfstæðisflokkinn).
*Á sama tíma búa fleiri en sex þúsund börn á Íslandi við fátækt að mati UNICEF.

6. Nú setur ríkisstjórn í forgang að lækka bankaskatt, erfðafjárskatt, veiðileyfagjöld, stimpilgjöld af stórum skipum og er beinlínis að skoða leiðir til að verja fjármagnseigendur gegn verðbólgu, einn hópa.
*Þetta er gert af ríkisstjórn sem er leidd af forsætisráðherra sem hefur stært sig af því að vera fyrsti sósíalistinn í þeim stól. Raunveruleikinn er svo allt annar.

Sjá ekki allir óréttlætið í þessu?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: