- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur dalar en römm hægri stjórn í kortunum

Gunnar Smári skrifar:

Könnun MMR fyrir Morgunblaðið sýnir niðurstöðu sem er nokkuð ólík öðrum könnunum sem birst hafa undanfarið. Framsókn er með 15,0% fylgi hjá MMR en 9,7-11,5% hjá hinum fyrirtækjunum, að meðaltali 10,6%. Auðvitað má vera að MMR hafi mælt mikla sveiflu yfir til Framsóknar í síðustu viku, en allt eins líklegt er að könnunin sé veik.En ef við gerum ráð fyrir að þetta sé niðurstaða kosninga þá yrði þetta þingheimur deilt út samkvæmt styrkleika flokka (innan sviga er breyting frá núverandi þingi, það er eftir flokkaflakk):

Ríkisstjórnin:

  • Sjálfstæðisflokkurinn: 15 þingmenn (–1)
  • Framsókn: 10 þingmenn (+2)
  • VG: 7 þingmenn (–2)
Þú gætir haft áhuga á þessum

Ríkisstjórnin alls: 32 þingmenn (–1)

Stjórnarandstaða I (hin svokallaða frjálslynda miðja):

  • Viðreisn: 8 þingmenn (+4)
  • Píratar: 6 þingmenn (–1)
  • Samfylkingin: 7 þingmenn (–1)


Stjórnarandstaða I: 21 þingmaður (+2)

Stjórnarandstaða II (nýtt hægri)

  • Miðflokkurinn: 4 þingmenn (–5)
  • Flokkur fólksins: 3 þingmenn (+1)


Stjórnarandstaða II: 7 þingmenn (–4)

Stjórnarandstaða III, utan þings:

  • Sósíalistaflokkurinn: 4 þingmenn (+4)

Þetta yrði kosningar þar sem Framsókn, Viðreisn og Sósíalistar væru skilgreindir sem sigurvegarar.

Og þótt ríkisstjórnin haldi velli með eins manns meirihluta en aðeins 47,8% atkvæða þá er hún í raun fallin. Það er engin leið að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn myndu fara í stjórn með VG með svona veikum meirihluta. Á síðasta kjörtímabili missti VG tvo þingmenn fyrir borð og fimm þar áður þegar flokkurinn var í stjórn. Og þess utan myndu xD og xB ekki gefa VG eftir forsætisráðuneytið eftir þegar flokkurinn skilar aðeins sjö þingmönnum til samstarfsins, kæmi til leiks sem fimmti stærsti flokkurinn út úr kosningunum. Og helsta stefna VG þessi dægrin er að Katrín Jakobsdóttir sé forsætisráðherra og því er vandséð að VG sætti sig við annað í óbreyttu stjórnarmynstri.

Líklegasta ríkisstjórnin er því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Viðreisnar með 33 þingmenn, jafnvel fleiri ef kjördæmakerfið gefur xD eða xB aukamann eða -menn. Ef illa fer má taka Miðflokkinn með og móta þar með ríkisstjórn svipaða og hér ríkti frá 1991-2007 og aftur frá 2013-16, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, en með klofningsframboðum í þetta sinn.

Ef þessi könnun er rétt sýnir hún hægri sveiflu; frá miðjunni yfir til hægri í tilfelli Viðreisnar og frá vinstri miðju að hægri miðju í tilfelli Framsóknar. Þetta er ólíkt öðrum könnunum og líka ólíkt þróuninni í öðrum löndum sem eru að ganga til kosninga í september, Í Noregi og Þýskalandi. Þar stefnir allt í að uppgjör almennings við nýfrjálshyggjustefnu og auðmannadekur síðustu ára muni hafa áhrif á útslitin.

Leiklega koma Maskína og Gallup með kannanir á allra næstu dögum. Annað hvort staðfesta þær stórsókn Framsóknar og Viðreisnar eða þær leiða í ljós að könnun MMR var og veik.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: